3. Viking Congress 1956 – Reykjavík, Iceland

Congress Delegates resting during an excursion in Ögmundarhraun.

Date:

20th –27th July.

Themes:

Patron:

President of Iceland.

Organising Committee:

Kristján Eldjárn, State antiquary, chair; Gísli Gestsson, museumsinspector, secretary; Próf. Einar Ólafur Sveinsson; Próf. Jón Jóhannesson; Próf. Jón Steffensen.

National Representatives:

Denmark:

Iceland:

Ireland:

Norway:

Sweden:

UnitedKingdom:

Delegates of the Congress:

Denmark

Mag. art. Svend Ellehøj, København; Overinspektør Therkel Mathiassen, dr. phil., København; Professor Chr. Matras, dr. phil., København; Mag. art. Thorkild Ramskou, København; Museumsinspektør C. L. Vebæk, cand. mag., København; Dr. phil. Ole Widding, København.

United Kingdom

Stewart Cruden, Inspector of Ancient Monuments for Scotland, Edinburgh; Peter Foote, Lecturer in Icelandic at University College, London; Professor V. Gordon Childe, Director of the Institute of Archaeology, London; Professor Gwyn Jones, Aberystwyth; Professor A. C. O'Dell, Aberdeen; Hermann Pálsson, cand. mag., Lector in Icelandic, Edinburgh; Dr Alexander B. Taylor, Edinburgh; Arnold R. Taylor, Lecturer, Leeds; D. M. Wilson, Assistant Keeper, The British Museum, London.

Norway

Førstekonservator Per Fett, mag. art., Bergen; Docent E. F. Halvorsen, Oslo; Professor Bjørn Hougen, dr. phil., Oslo; Museumsdirektør Jan Petersen, Stavanger; Thorolf Rafto, cand. philol., Bergen.

Sweden

Professor Sven B. F. Jansson, Stockholm; Professor Ture Johannisson, Göteborg; Docent Pierre Naërt, Lund.

Iceland

Prófessor Alexander Jóhannesson, Reykjavík;  Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag., Reykjavík; Björn  Sigfússon, háskólabókavörður, Reykjavík;  Björn K. Þórólfsson, skjalavörður, Reykjavík; Björn Þorsteinsson, Reykjavík; Prófessor Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík; Finnbogi Guðmundsson, Hafnarfirði; Friðrik Á. Brekkan, rithöfundur, Reykjavík; Gísli Gestsson, safnvörður, Reykjavík; Halldór Halldórsson, dósent, Hafnarfirði; Jakob Benediktsson, Reykjavík; Jóhannes Halldórsson,, Reykjavík; Prófessor Jón Jóhannesson, Reykjavík; Jón Hjálmarsson, skólastjóri, Skógum; Prófessor Jón Steffensen, Reykjavík; Jónas Kristjánsson, Reykjavík; Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður Reykjavík; Prófessor Magnús Már Lárusson, Hafnarfirði; Prófessor Matthías Þórðarson, Reykjavík; Prófessor Ólafur Lárusson,, Reykjavík

Prófessor Pétur Sigurðsson, háskólaritari; Reykjavík; Runólfur Þórarinsson, Reykjavík; Sigurður Þórarinsson, Reykjavík; Prófessor Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, Reykjavík

Ólafur Briem, Laugarvatni.

Excursions:

Krýsuvík, Þingvellir, Skagafjörður.

Sponsors:

Parliament of Iceland

University of Iceland

National Museum of Iceland

Ministery of Culture and education

Reykjavík's city council

Skagafjord's Local museum

Jón Sigurðsson MP.

Notes:

Fundarboðendur: Háskóli Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.

 

Address to the Viking Congress: Gylfi Þ. Gíslason, Minister of Culture.

Congress Diary:

Á öðrum víkingafundi í Bergen sumarið 1953 voru menn á einu máli um, að þessum fundum bæri að halda áfram og að Ísland væri réttur staður fyrir næsta fund. Það varð því úr, að Háskóli Íslands og Þjóðminjasafn Íslands boðuðu sameiginlega til fundarins. Var sett á laggirnar framkvæmdanefnd, sem kom saman í nóvember 1955. Ákveðið var, að hættir fundarins í Reykjavík yrðu svipaðir og í Bergen 1953 og tala fundarmanna svipuð. Voru þá þegar send út boðsbréf til allmargra manna erlendra, og fór svo, að um 20 þeirra gátu komið.

 

Endanleg þátttaka í fundinum var: Frá Danmörk 6, frá Bretlandi 9, frá Noregi 5, frá Svíþjóð 3 og frá Íslandi 25, samtals 48. Nokkrir menn aðrir sátu einstaka fundi, enda var öllum heimill aðgangur. Þá þótti sjálfsagt, að hinir erlendu gestir ferðuðust eitthvað um landið til fróðleiks og skemmtunar, og voru í því skyni ákveðnar ferðir til Krýsuvíkur, Þingvalla, Skagafjarðar, og tókust allar ferðirnar sæmilega, þó að ekki væri nógu gott veður í neinni ferðinni. Loks er þess að geta, að Alþingi veitti 25.000,00 kr. styrk til fundarins og Háskólinn 2637.06 kr., og margir fleiri hafa með greiðasemi stuðlað að góðum framgangi fundarins.

 

Hinir erlendu gestir komu á ýmsum tímum til fundarins. Flestir komu með flugvélum 17. og 19. júlí og með Gullfossi 19. júlí. Flestir fluttu inn á Hótel Garð við komuna, en margir fengu sér brátt ódýrari vistarverur.

 

Gerð hafði verið starfsskrá, þar sem prentuð voru nöfn fundarmanna og tilhögun funda og ferða; var hún afhent fundarmönnum í upphafi fundarins. Fundarstaður var Háskólinn, og fóru allir fundirnir fram í 1. kennslustofu nema sá fyrsti, sem var haldinn í hátíðasal Háskólans. Allir fyrirlestrar voru fluttir á ensku, og urðu nokkrar umræður eftir suma fyrirlestrana.

Fundir:

Víkingafundurinn var settur föstudaginn 20. júlí kl. 10 í hátíðasal Háskóla Íslands að viðstöddum forseta Íslands, nokkrum erlendum sendiherrum og fáum gestum öðrum. Fyrst flutti rektor Háskólans nokkur ávarpsorð, en síðan setti menntamálaráðherra Bjarni Benediktsson fundinn með stuttri ræðu. Þá sagði Kristján Eldjárn nokkur orð um tilhögun fundanna, sem fundarmönnum var nauðsyn að vita, en gaf síðan orðið fyrsta fyrirlesara fundarins, dr. Sigurði Þórarinssyni, og nefndist erindi hans Iceland in the Saga Period. Some Geographical Aspects.

 

Kl. 12 buðu Háskólinn og Þjóðminjasafnið fundarmönnum til hádegisverðar á Garði.

 

Kl. 16 flutti Kristján Eldjárn erindi: Viking Archaeology in Iceland. Á eftir skoðuðu fundarmenn Þjóðminjasafnið.

 

Laugardagur 21. júlí.

Fundur hófst kl. 10, fundarstjóri var yfirsafnvörður Therkel Mathiassen, dr. phil. Erindi fluttu prófessor Jón Steffensen: Stature as a Criterion of the Nutritional Level of Viking Age Icelanders, og prófessor A. C. O'Dell: Physical (Geographical) Conditions of the Saga Period.

 

Kl. 14. Fundarstjóri prófessor Gordon Childe, Erindi fluttu Dr. Alex. B. Taylor: Some Early Scottish Place-Names in the Sagas (Skíð and Íl), prófessor Chr. Matras: Some Celtic Words in Faroese Place-Names, og mag. art. Svend Ellehøj: The Location of the Fall of Olaf Tryggvason.

 

Sunnudagur 22. júlí.

Kl. 13 lagt af stað frá Þjóðminjasafninu og haldið til Krýsuvíkur og áfram að Ögmundarhrauni. Á leiðinni voru skoðaðir hverir og borholur hjá Seltúni. Gengið yfir hraunið í Húshólma og skoðaðar bæjarrústir, sem eru þar að nokkru undir hrauni. Komið aftur til Reykjavíkur um kl. 20. Var ferðin allerfið, þar eð ekið var lengi um vegleysu. Veður var sæmilegt, og komu engin óhöpp fyrir.

 

Mánudagur 23. júlí.

Ferð til Þingvalla í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. Fararstjórar Páll Líndal lögmaður og Jakob Guðjohnsen verkfræðingur. Kl. 9.30 ekið af stað frá Þjóðminjasafninu. Komið við í dælustöðinni á Reykjum, og sýndi fulltrúi hitaveitustjóra hana. Stanzað næst á Þingvöllum og flutti prófessor Einar Ól. Sveinsson ræðu að Lögbergi og lýsti staðnum og hlutverki Alþingis. Þá var etinn hádegisverður í Valhöll og síðan farið að Sogsfossum. Þar sýndi Jakob Guðjohnsen rafstöðina nýrri og veitti kaffi. Næst var komið við í Hveragerði og horft á gos úr borholu. Komið til Reykjavíkur kl. 20.

 

Þriðjudagur 24. júlí.

Fundur hófst kl. 10. Fundarstjóri var prófessor A. C. O'Dell, M. Sc. Erindi fluttu prófessor Ólafur Lárusson: On Grágás, the Oldest Icelandic Code of Law, og dr. phil. Ole Widding: Alcuin and the Icelandic Code of Law. Annar fundur hófst kl. 14, og var prófessor Ture Johannisson, fil. dr., fundarstjóri.

 

Erindi fluttu prófessor Björn Hougen: The Textiles from Oseberg, og D. M. Wilson: A Group of Penannular Brooches of the Viking Period. Forseti Íslands tók á móti fundarmönnum á Bessastöðum frá kl. 17 til 19 um kvöldið.

 

Miðvikudagur 25. júlí.

Ferð til Skagafjarðar. Farið var í tveimur flugvélum frá Flugfélagi Íslands og lagt af stað af flugvellinum kl. 9. Á Sauðárkróki var stigið í bifreið, sem flutti fundarmenn á hinn forna þingstað hjá Garði í Hegranesi. Síðan var ekið aftur á Sauðárkrók, þar sem byggðarsafnsnefnd Skagafjarðar bauð fundarmönnum til hádegisverðar í Hótel Villa Nova. Að því loknu var ekið að Glaumbæ og bærinn og byggðarsafnið þar skoðað. Þaðan var ekið að Reynistað, og bauð Jón alþm. Sigurðsson öllum til kaffidrykkju af mikilli rausn. Þaðan var ekið að Víðimýri og kirkjan skoðuð, en síðan ekið þvert austur yfir Hólminn og sem leið liggur norður Blönduhlíð að Hólum. Þar var kirkjan skoðuð og prófessor Magnús Már Lárusson lýsti sögu kirkjunnar eins og hann gerði einnig í Víðimýrarkirkju. Á Hólum var snæddur kvöldverður, en síðan ekið aftur til Sauðárkróks og komið á flugvöllinn þar kl. 22. Nokkuð dróst að síðari flugvélin kæmi, og lentu síðustu þátttakendur ferðarinnar á Reykjavíkurflugvelli um miðnætti. Leiðsögumenn í Skagafirði voru Jón Sigurðsson alþm., Árni Sveinsson bóndi, Kálfsstöðum og séra Helgi Konráðsson prófastur. Veður var svalt á norðan og skýjað, og naut fegurð Skagafjarðar sín miður en skyldi. Þátttakendur voru 36 í ferðinni.

 

Fimmtudagur 26. júlí.

Fundur hófst kl. 10. Fundarstjóri var Inspector Stewart Cruden. Prófessor A. C. O'Dell las erindi Dr. W. Douglas Simpson's: The Bishop's Palace at Kirkwall and the Death there of King Haakon Haakonsson in 1263, og C. L Vebæk safnvörður flutti erindi sitt: Topographical and Archaeological Investigations in the Norse Settlements in Greenland. A Summary of the Work of the Last Ten Years.

 

Annar fundur hófst kl. 14.00. Fundarstjóri var dr. Jan Petersen safnstjóri. Erindi fluttu prófessor Jón Jóhannesson: King Ólaf Goðröðarson, og mag. art. Thorkild Ramskou: Building Customs of the Viking Age in Denmark. Kl. 20.30 um kvöldið var kvöldvaka í Þjóðminjasafninu. Hófst hún með því, að glímumenn frá Glímufélaginu Ármanni sýndu glímu, en Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi skýrði íþróttina á undan. Þá var sýnd Heklukvikmynd Ósvalds Knudsens og útskýrði dr. Sigurður Þórarinsson hana. Því næst sungu Jóhannes Arason og Egill Bjarnason tvísöng, en Jakob Benediktsson kynnti tvísönginn með nokkrum orðum. Þá sagði prófessor Einar Ól. Sveinsson nokkur orð um rímnakveðskap, og þá kvað Egill Bjarnason þrjár rímnastemmur. Á eftir fengu gestir hressingu. Var þar meðal annars borinn fram hákarl og harðfiskur.

 

Föstudagur 27. júlí.

Fundur hófst kl. 10.00. Fundarstjóri var prófessor Alexander Jóhannesson. Erindi fluttu E. F. Halvorsen dósent: The Icelanders as Authorities on Scandinavian History in the Works of Theodoricus and Saxo, og Inspector Stewart Cruden: Earl Thorfinn the Mighty and the Brough of Birsay. Að erindunum loknum tók til máls dr. Therkel Mathiassen yfirsafnvörður og gat þess, að eðlilegast hefði verið, að næsti víkingafundur yrði í Danmörk árið 1959, en vegna fornfræðingafundar í Kaupmannahöfn það ár væri það ekki framkvæmanlegt. Boð hafði þá komið frá Englandi að halda fundinn þar, t. d. í York. Einnig gat hann þess, að ef til vill væri heppilegra að halda víkingafundina á fjögurra ára fresti. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður tók þá til máls, þakkaði mönnum fundarsóknina og sleit að svo búnu hinum þriðja víkingafundi.

Kl. 19.30 um kvöldið bauð prófessor dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fundarmönnum til miðdegisverðar í kjallara Þjóðleikhússins. Hann bauð gesti velkomna með ræðu, en prófessor A. C. O'Dell þakkaði móttökur allar hér á landi fyrir hönd hinna útlendu gesta, og Kristján Eldjárn þakkaði fyrir hönd Íslendinga. Sátu menn lengi saman í góðum fagnaði um kvöldið.

 

Gísli Gestsson.

Congress Proceedings:

Þriðji víkingafundur. Third Viking Congress 1956. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Fylgirit. Reykjavík 1958.

Contents:

Gísli Gestsson: Þriðji víkingafundur

Skýrsla um fundarstörf. - Report of the proceedings.

7-12
Sigurður Þórarinsson: Iceland in the Saga Period. 13-24
Kristján Eldjárn: Viking Archaeology in Iceland. 25-38
Jón Steffensen: Stature as a criterion of the nutritional level of Viking Age Icelanders.

 

39-51

Alexander B. Taylor: Skíð and Íl. 52-60
Christian Matras: Some Celtic words in Faroese Place-Names. 61-62
Svend Ellehøj: The location of the fall of Olaf Tryggvason. 63-73
Einar Ól. Sveinsson: Þingvellir — the place and its history. 74-76
Ólafur Lárusson: On Grágás — the oldest Icelandic code of Law. 77-89
Ole Widding: Alcuin and the Icelandic code of Law. 90-94

David M. Wilson: A group of Penannular Brooches of the Viking Period.

95-106
W. Douglas Simpson: The Bishop’s Palace at Kirkwall. 101-106
C. L. Vebæk: Topographical and Archaeological Investigations in the Norse Settlements in Greenland.

 

107-122

Jón Jóhannesson: King Ólaf Goðröðarson. 123-133
Thorkild Ramskou: Husbygning i vikingetidens Danmark. 134-137
Þorsteinn Einarsson: The Icelandic glíma. 138-141
E. F. Halvorsen: Theodoricus Monachus and the Icelanders. 142-155
Stewart Cruden: Earl Thorfinn the Mighty and the Brough of Birsay. 156-162
Gylfi Þ. Gíslason: Address to the Viking Congress. 163-165